Metverðbólga í 18 ár Björgvin Guðmundsson skrifar um verðbólgu skrifar 5. júní 2008 00:01 Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar