Netinnlán aukast 6. ágúst 2008 00:01 Hreiðar Mar Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings segir að Kaupþing Edge sé nú búið að opna 140 þúsund reikninga og fjöldinn vaxi mjög hratt. Innlán Kaupþing Edge skili nú um sjö til átta prósent af fjármögnunarþörf bankans. Markaðurinn/GVA Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veigamiklu hlutverki í fjármögnun íslensku bankanna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi. Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Íslandi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í tíu löndum í Evrópu. Mikill vöxtur hefur verið í Icesave-reikningum Landsbankans. Til stendur að opna reikninga í fleiri löndum. Ekki er gefið upp hvar og hvenær af því verður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að hann sé ánægður með þá aukningu sem hefur orðið á viðskiptavinum bankans á þessu ári. Um 200 þúsund viðskiptavinir hafi bæst í hópinn á þessu ári. Icesave er með um 350 þúsund viðskiptavini. Sigurjón telur fjölda viðskiptavina sýna styrk Icesave og tryggja ákveðinn stöðugleika. „Það er miklu verðmætara að hafa 350 þúsund viðskiptavini en 100 þúsund,“ segir hann. Spurður um vægi Icesave í fjármögnun segir um Sigurjón að Icesave vegi nokkuð þungt í fjármögnun bankans eða um tuttugu prósent af heildarfjármögnun. Kaupþing Edge hefur einnig vaxið hratt og er farið að gegna vegamiklu hlutverki í fjármögnun Kaupþings. Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings, segir að Kaupþing Edge sé um sjö til átta prósent af heildarfjármögnun bankans. Hann segir að hlutfall netinnlána hafi vaxið mjög hratt og gerir ráð fyrir því að hlutfall netinnlána af heildarfjármögnun haldi áfram að vaxa. „Við erum að fá um 80 til 100 milljarða króna í ný innlán á mánuði í gegnum Kaupþing Edge,“ segir Hreiðar. „Markmið okkar er að fara inn á fleiri nýja markaði seinni hluta þessa árs,“ segir Hreiðar. „Við erum að prófa vöruna á okkar heimamarkaði, hér á Íslandi og í Noregi, og við gerum ráð fyrir því að fara inn á nýja markaði seinnipart þessa árs eða í byrjun þess næsta,“ segir Lárus Welding, bankastjóri Glitnis. Alls eru um 60 þúsund viðskiptavinir nú þegar í Save and Save. „Það hafa bæst við 11 þúsund viðskiptavinir á þessu ári,“ segir Lárus. Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veigamiklu hlutverki í fjármögnun íslensku bankanna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi. Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Íslandi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í tíu löndum í Evrópu. Mikill vöxtur hefur verið í Icesave-reikningum Landsbankans. Til stendur að opna reikninga í fleiri löndum. Ekki er gefið upp hvar og hvenær af því verður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að hann sé ánægður með þá aukningu sem hefur orðið á viðskiptavinum bankans á þessu ári. Um 200 þúsund viðskiptavinir hafi bæst í hópinn á þessu ári. Icesave er með um 350 þúsund viðskiptavini. Sigurjón telur fjölda viðskiptavina sýna styrk Icesave og tryggja ákveðinn stöðugleika. „Það er miklu verðmætara að hafa 350 þúsund viðskiptavini en 100 þúsund,“ segir hann. Spurður um vægi Icesave í fjármögnun segir um Sigurjón að Icesave vegi nokkuð þungt í fjármögnun bankans eða um tuttugu prósent af heildarfjármögnun. Kaupþing Edge hefur einnig vaxið hratt og er farið að gegna vegamiklu hlutverki í fjármögnun Kaupþings. Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings, segir að Kaupþing Edge sé um sjö til átta prósent af heildarfjármögnun bankans. Hann segir að hlutfall netinnlána hafi vaxið mjög hratt og gerir ráð fyrir því að hlutfall netinnlána af heildarfjármögnun haldi áfram að vaxa. „Við erum að fá um 80 til 100 milljarða króna í ný innlán á mánuði í gegnum Kaupþing Edge,“ segir Hreiðar. „Markmið okkar er að fara inn á fleiri nýja markaði seinni hluta þessa árs,“ segir Hreiðar. „Við erum að prófa vöruna á okkar heimamarkaði, hér á Íslandi og í Noregi, og við gerum ráð fyrir því að fara inn á nýja markaði seinnipart þessa árs eða í byrjun þess næsta,“ segir Lárus Welding, bankastjóri Glitnis. Alls eru um 60 þúsund viðskiptavinir nú þegar í Save and Save. „Það hafa bæst við 11 þúsund viðskiptavinir á þessu ári,“ segir Lárus. Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira