Viðskipti innlent

Viðræður um sameiningu Kaupþings og SPRON

Kaupþing banki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið á um 4 vikum.

Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×