Viðskipti erlent

Saxo Bank rekur þriðja hvern starfsmann

Saxo Bank í Danmörku hefur ákveðið að reka þriðja hvern starfsmann sinn eða um 330 manns af 1.000 manna starfsliði bankans.

Samkvæmt frétt hjá Ritzau fréttastofunni eru þessar uppsagnir liður í endurskipulagingu og hagræðingaraðgerðum bankans. Starfsmennirnir sem hér um ræðir vinna allir í Kaupmannahöfn.

Eric Rylberg annar af nýráðnum bankastjórum Saxo Bank segir í samtali við Ritzau að nú sé málið að færa bankann inn á nýjar brautir þar sem vexti hans verði stjórnað betur.

Þess má geta að Saxo Bank komst í fréttirnar hérlendis í febrúar þegar greiningardeild hans fór hörðum orðum um Kaupþing. Þessu svaraði Kaupþing með því að kalla greinendur Saxo Bank heimska.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×