Erlent

Alitalia brátt svipt flugrekstrarleyfi

Óli Tynes skrifar

Flugmálayfirvöld á Ítalíu kunna að svipta Alitalia flugrekstrarleyfi eftir 3-4 daga ef skiptaráðandi félagsins leggur ekki fram ítarlega sparnaðaráætlun sem geri kleift að reka það áfram.

Fyrir helgina dró hópur ítalskra fjárfesta tilboð sitt um kaup á félaginu til baka vegna andstöðu stréttarfélaga við fækkun starfsfólks, sem fólst í þeirri björgunaráætlun.

Ítalska ríkisstjórnin á 49,9 prósent í Alitalia og hefur haldið félaginu gangandi með frárframlögum og lánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×