Erlent

Táningar fangelsaðir fyrir hatursglæpi

Óli Tynes skrifar
Frá Moskvu.
Frá Moskvu.

Þrettán táningar voru dæmdir í fangelsi í Moskvu í dag fyrir kynþáttahaturs árásir í ágúst og september á síðasta ári. Tveir þeirra sem ráðist var á létu lífið.

Táningarnir fóru um í hóp og leituðu uppi fólk sem var dökkt á hörund. Það var svo ráðist á það með hnífum og hafnaboltakylfum.

Táningarnir tóku myndir af árásunum og settu þær á netiuð til að stæra sig af. Þær myndir voru aðal sönnunargögnin gegn þeim í réttarhöldunum.

Foringi hópsins sem er nítján ára fékk þyngsta dóminn, tíu ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×