Erlent

Nokkrir handteknir vegna skotbardaga í Óðinsvéum

Lögregla í Óðinsvéum í Danmörku handtók í nótt nokkra einstaklinga sem grunaðir eru um að tengjast skotbardaga við klúbbhús Vítisengla um helgina. Þá sló enn einu sinni í brýnu milli englanna og hóps innflytjenda en þessir hópar hafa eldað grátt silfur undanfarið og oft komið til skotbardaga, oftast í Kaupmannahöfn. Meðal þeirra handteknu er maður sem fannst sofandi í bíl með töluvert af skotvopnum á sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×