Rússneski flotinn á leið umhverfis Ísland 22. september 2008 20:45 Rússneskir sjóliðar í höfn. MYND/Getty Rússneskur floti siglir nú í átt að hafinu milli Íslands og Noregs áleiðis til Karíbahafsins. Þar ætla Rússar að taka þátt í flotaæfingu með venesúelska sjóhernum, æfingum sem taldar eru ætlaðar til að ögra Bandaríkjunum. Hið kjarnorkuknúna beitiskip Pétur mikli fer fyrir flotanum, sem lagði úr höfn í Severomorsk norður af Murmansk snemma í morgun. Heræfingarnar eru ekki fyrr en í nóvember en rússneska blaðið Isvestía segir að fyrirhugað sé að flotinn komi við í hafnarborginni Tartus í Sýrlandi, þar sem Sovétmenn voru á sínum tíma með flotaaðstöðu í Miðjarðarhafi og nú er verið að endurnýja sem bækistöð fyrir rússnesk herskip. Þaðan fara skipin svo til Karíbahafsins. Síðast þegar floti af þessari stærð fór framhjá Noregi - í desember í fyrra - notuðu rússnesku sjóliðarnir tækifærið og æfðu bæði herskip og flugvélar innan um norska olíuborpalla. Norðmenn neyddust til að stöðva allt þyrluflug á svæðinu. Förin nú hefur þann yfirlýsta tilgang að taka þátt í æfingum með venesúelska flotanum í Karíbahafi. En þetta er í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk sem Rússar fara með svo öflugan flota svo nærri Bandaríkjunum, inn á haf sem Bandaríkjamenn hafa ætíð litið á sem sitt áhrifasvæði. Rússar hafa líka undirritað samninga um að selja ríkisstjórn Hugo Chavez í Venesúela orrustuflugvélar, herþyrlur og riffla og samningar standa yfir um sölu á kafbátum, loftvarnakerfum og fleiri orrustuflugvélum. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Rússneskur floti siglir nú í átt að hafinu milli Íslands og Noregs áleiðis til Karíbahafsins. Þar ætla Rússar að taka þátt í flotaæfingu með venesúelska sjóhernum, æfingum sem taldar eru ætlaðar til að ögra Bandaríkjunum. Hið kjarnorkuknúna beitiskip Pétur mikli fer fyrir flotanum, sem lagði úr höfn í Severomorsk norður af Murmansk snemma í morgun. Heræfingarnar eru ekki fyrr en í nóvember en rússneska blaðið Isvestía segir að fyrirhugað sé að flotinn komi við í hafnarborginni Tartus í Sýrlandi, þar sem Sovétmenn voru á sínum tíma með flotaaðstöðu í Miðjarðarhafi og nú er verið að endurnýja sem bækistöð fyrir rússnesk herskip. Þaðan fara skipin svo til Karíbahafsins. Síðast þegar floti af þessari stærð fór framhjá Noregi - í desember í fyrra - notuðu rússnesku sjóliðarnir tækifærið og æfðu bæði herskip og flugvélar innan um norska olíuborpalla. Norðmenn neyddust til að stöðva allt þyrluflug á svæðinu. Förin nú hefur þann yfirlýsta tilgang að taka þátt í æfingum með venesúelska flotanum í Karíbahafi. En þetta er í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk sem Rússar fara með svo öflugan flota svo nærri Bandaríkjunum, inn á haf sem Bandaríkjamenn hafa ætíð litið á sem sitt áhrifasvæði. Rússar hafa líka undirritað samninga um að selja ríkisstjórn Hugo Chavez í Venesúela orrustuflugvélar, herþyrlur og riffla og samningar standa yfir um sölu á kafbátum, loftvarnakerfum og fleiri orrustuflugvélum.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“