Viðskipti innlent

Mikill áhugi fyrir störfum hjá Bauhaus

Um 1250 manns hafa sótt um 150 stöður hjá byggingarvöruversluninni Bauhaus sem tekur til starfa hér á landi innan skamms.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægðir með áhugann. Áður höfðu 650 manns sótt um helstu stjórnunarstöður í versluninni og búið er að ráða í þær. Segja forsvarsmennirnir að fjöldi umsækjenda hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra og það undirstriki þær góðu móttökur sem Bauhaus hafi fengið á Íslandi.

Verslun Bauhaus, sem rís í Grafarholti, verður 22 þúsund fermetrar og þar með sú stærsta á Norðurlöndum. Stefnt er að því að opna verslunina í desember en þess má geta að Bauhaus rekur um 220 byggingarvöruverslanir í 15 löndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×