Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum dælir nú olíu úr Chestnut svæðinu

Atlantic Petroleum hefur sent frá sér tilkynningu um að það sé byrjað að dæla upp olíu úr Chestnut svæðinu.

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic segir að um sögulegan viðburð sé að ræða í starfsemi félagsins. Chestnut sé fyrsta olíuvinnslusvæi þess þar sem framleiðsla hefst á olíu. "Hluthafar í Atlantic Petroleum hafa beðið eftir þessum degi," segir Wilhelm.

Talið er að um 1,4 milljónir tunna af olíu sé á svæðinu og að í byrjun muni Atlantic Petroleum dæla upp 1.300 til 2.100 tunnum á dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×