Erlent

Fjórir grunaðir gleyparar teknir á Kastrup

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kastrup-flugvöllur.
Kastrup-flugvöllur.

Fjórir Afríkanar, þar af einn frá Nígeríu, eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn vegna gruns um kókaínsmygl.

Nígeríumaðurinn hefur gengist undir gegnumlýsingu og reyndist hann hafa 58 hylki innvortis. Hinir þrír neita að láta gegnumlýsa sig og hafa því verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til farangurinn gengur niður af þeim.

Tveir mannanna komu með flugi frá Barcelona og tveir frá Brussel. Tollverðir á vegum Skat sáu ástæðu til að taka mennina til skoðunar við komuna til Kaupmannahafnar og var hátterni þeirra þannig að verulegar líkur þættu á innvortis smygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×