Erlent

Myrti dætur sínar og svipti sig svo lífi

MYND/Reuters

Rúmlega þrítugur Breti kæfði tvær dætur sínar í gær og hengdi sig að því loknu í kjölfar hjónaskilnaðar.

Hann hafði haft stúlkurnar, eins og þriggja ára, hjá sér yfir helgina. Fyrrverandi eiginkonan fékk símtal frá manninum í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti henni að hann gæti ekki hugsað sér að lifa án dætranna. Sagðist hann ætla að stytta þeim aldur svo og sjálfum sér. Konan hringdi þegar í lögreglu sem fann manninn látinn ásamt stúlkunum á verkstæði sem hann hafði unnið á. Lögreglan í Lundúnum segir málið upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×