Erlent

Anders Fogh á vígvellinum

Óli Tynes skrifar
Forsætisráðherra Dana heilsar upp á sína menn í Kosovo.
Forsætisráðherra Dana heilsar upp á sína menn í Kosovo. MYND/AP

Danir eru víða við friðargæslu í heiminum, meðal annars í Afganistan og Kosovo. Það kemur kannski einhverjum á óvart en þessir glaðværu frændur okkar eru taldir vera úrvals hermenn. Þeir hafa sterkar taugar og eru harðir í horn að taka.

Aders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lagði um helgina land undir fót og heimsótti sína menn bæði í Afganistan og Kosovo.

Danskir fjölmiðlar gerðu mikið úr því að forsætisráðherra þeirra hefði hætt sér í fremstu víglínu.

Ráðherranum þótti það miður og taldi ástæðulaust að gera eitthvað úr því þótt hann skryppi í nokkurra klukkustunda heimsókn. Það væru mennirnir sem yrðu þarna áfram eftir að hann færi, sem ætti að beina athyglinni að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×