Erlent

Ók bíl sínum inn í hóp hermanna í Jerúsalem

Frá vettvanginum í Jerúsalem í kvöld.
Frá vettvanginum í Jerúsalem í kvöld. MYND/AP

Tíu eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í hóp hermanna í Jerúsalem í Ísrael í kvöld.

Talsmaður Lögreglu segir að um hryðjverkaárás hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi verið skotinn til bana. Árásin átti sér stað nærri grænu línunni svokölluðu sem skilur að byggðir araba og gyðinga í borginni.

Ekki er vitað hver ökumaðurinn var en þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem ökutækjum er beitt til að skaða fólk í Jerúsalem. Í fyrri tvö skiptin voru palestínskir verkamenn á ferð og þeir óku gröfum sínum á bíla með þeim afleiðingum að þrír létust og nokkrir slösuðust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×