Erlent

Rússar lagðir af stað til Venesúela

Óli Tynes skrifar

Fjögur rússnesk herskip létu úr höfn í dag á leiðinni til flotaæfinga með Venesúela á Karíbahafi. Rússneskir fjölmiðlar segja að kjarnorkukafbátar og sprengjuflugvélar muni einnig taka þátt í æfingunum.

Þetta er í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins sem Rússar senda flotadeild til Vesturheims.

Forystuskipið er beitiskipið Pétur mikli. Þótt Rússar hafi undanfarin ár dælt óhemju fjármagni í herafla landsins er flotinn úreltur.

Haft er eftir bandarískum herfræðingi að það myndi taka Bandaríkin á að giska tíu mínútur að sökkva honum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×