Erlent

Elstu mannvistarleifar í Norður-Ameríku

Óli Tynes skrifar
Séð út úr Paisley hellunum.
Séð út úr Paisley hellunum. MYND/AP

Fornleifafræðingar hafa fundið 14.300 ára gamlar mannvistarleifar í hellum skammt frá bænum Paisley í Oregon fylki.

Það eru elstu leifar um mannvist sem vitað er um í Bandaríkjunum.

Steinrunnin saursýni sem voru tekin til aldursgreiningar og DNA prófa leiddu þetta í ljós.

Þessar leifar eru 1000 árum eldri en Clovis menningin svokallaða sem hingaðtil hefur verið talin sú elsta í landinu.

Á meðfylgjandi mynd er horft út úr einum hellanna. Þeir sem horfðu þarna út fyrir 14.300 árum hafa séð risastórt stöðuvatn.

Á sléttunum umhverfis það hafa hestar, kameldýr og vísundar verið á beit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×