Erlent

Æðstu ráðamenn Pakistans sluppu í Marriott-tilræði

Minnstu munaði að forseti, forsætisráðherra og nokkrir aðrir ráðherrar í stjórn Pakistans hefðu verið í Marriott hótelinu í Islamabad, sem var gjöreyðilagt í sprengjuárás á laugardag.

Ráðamennirnir höfðu ætlað sér að snæða kvöldverð á hótelinu en á síðustu mínútu fór forsetinn fram á að kvöldverðurinn yrði annars staðar. Meðal þeirra sem saknað er eftir tilræðið er starfsmaður dönsku öryggislögreglunnar. Að minnsta kosti 53 menn létu lífið í sprengingunni en lögregla er enn að leita í rústum hótelsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×