Viðskipti innlent

Össur eykur hagnað sinn

Hagnaður Össurar hf. á öðrum ársfjórðungi ársins nam um 320 milljónum króna samanborið við tæplega 130 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Sala félagsins nam um 7,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 6% frá fyrra ári. Í tilkynningu um uppgjörið segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar að þeim hafi tekist að auka arðsemi félagsins töluvert á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá séu helstu áherslur ársins í ár að auka enn arðsemina og hagræða í vörulínum félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×