Viðskipti innlent

Landsbankinn skilaði 12 milljarða kr. hagnaði

Landsbankinn skilaði 12 milljarða króna hagnaði eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins. Er hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins því orðinn tæplega 30 milljarðar króna eftir skatta.

Fram kemur í yfirliti með uppgjörinu að hreinar þjónustutekjur bankans hafi verið tæpir 11 milljarðar króna á ársfjórðungnum sem sé sama upphæð og á fyrsta ársfjórðung. Eru þetta tveir hæstu fjórðungar í sögu bankans hvað þjónustutekjurnar varðar.

Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans segir að afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins sé mjög góð ekki hvað síst í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×