Viðskipti innlent

Greining Kaupþings spáir 13% ársverðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir 1,1% verðbólgu í júní en samkvæmt því verður 12 mánaða verðbólga í kringum 13%. Verðþróun á eldsneyti skilar mestu til hækkunar vísitölu neysluverðs í júní.

Í verðbólguspá greiningar Kaupþings kemur fram að framundan séu útsölumánuðir sem hægja á mánaðarhækkunum.

Hinsvegar er spurningin hvernig gengi krónunnar þróast því ef núverandi gengisveiking snýr ekki við er innstæða fyrir frekari verðhækkunum og þar með aukinni verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×