Handbolti

Löwen áfram í bikarnum

NordicPhotos/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen í kvöld þegar liðið lagði Melsungen 32-30 í bikarkeppninni í Þýskalandi.

Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke sem lagði Hannover 28-26 í Íslendingaslag. Hannes Jón Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Hannover og Heiðmar Felixson 1.

Alfreð Gíslason og félagar í Kiel voru ekki í vandræðum með Stralsunder og unnu 38-25 sigur þar sem Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir Kiel.

Þá urðu nokkuð óvænt úrslit þegar ASV Hamm lagði Magdeburg 37-32.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×