Erlent

Telur að Evrópusambandið sé að missa traust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti.
Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti.

Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti segir að Evrópubúar séu að missa trú á Evrópusambandinu, en Frakkar taka við forystu í sambandinu í dag.

Stjórnmálaskýrendur segja að þær áætlanir sem Frakkar hafi gert fyrir forsetatímabil sitt í Evrópusambandinu standist vart eftir að Írar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins í kosningum. Frakkar höfðu sett fram metnaðarfullar áætlanir um innflytjendastefnu, umhverfismál, landbúnaðarmál og varnarmál Evrópusambandsins fyrir tímabil sitt í formennsku. Nú segir Sarkozy hins vegar að forgangsverkefnið sé að sannfæra öll ríki innan sambandsins um að samþykkja stjórnarskrána. Þá fyrst sé hægt að átta sig á því hvaða málefnum sé hægt að vinna að.

Forseti Póllands segir að tilgangslaust sé fyrir Pólverja að samþykkja stjórnarsáttmálann eftir að Írar höfnuðu honum. Þá segist Horst Koehler, forseti Þjóðverja, jafnframt að hann vilji bíða með að samþykkja sáttmálann þar til Hæstiréttur landsins hefur kveðið upp úr um ákveðin lögfræðileg álitamál sem fylgja honum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×