Viðskipti innlent

Hlutur Kaupþings í Storebrand til sölu

Hlutur gamla Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand hefur verið boðinn til sölu og var það gert í dag eftir lokun markaða í Noregi. Sölunni á að ljúka fyrir opnun markaða á morgun.

Eftir því sem fram kemur á norska viðskiptavefnum E24.no er um að ræða tæplega 5,5 prósenta hlut Kaupþings í Storebrand og segir í tilkynningu um málið að hluturinn verði seldur nærri markaðsvirði. Alls er um að ræða 24,7 milljónir hluta í Storebrand og reyndist verðið á hlutum í tryggingafélaginu um 11,5 norskar krónur á markaði í dag. Mun því verðmæti hlutar Kaupþings vera um 283 milljónir norskra, jafnvirði um 5,6 milljarða íslenskra króna, ef bréfin fara á þessu verði sem ekki er víst. Verður söluandvirði hlutarins notað til þess að koma til móts við kröfur í þrotabú Kaupþings.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×