Viðskipti innlent

Viðskiptamenn ársins valdir á morgun

Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjóri.
Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjóri.
Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, tilkynnir um val á viðskiptamanni ársins á morgun.

Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Markaðarins, kemur valinkunnur hópur manna að venju að því að kjósa manninn. Aðspurður segir Björn Ingi að vissulega hafi óvenju margir komið til greina í hlutverk skúrka í íslensku viðskiptalífi á þessu ári. Það sé þó hægt að velja viðskiptamann ársins þetta ár eins og önnur, því viðskiptalífið verði að þola slæm á reins og góð, enda þótt árið 2008 verði að teljast alveg óvenjulega vont ár í efnahagskerfi heimsins.

Björn Ingi vill engar vísbendingar gefa um það hver verði fyrir valinu og segir að lesendur verði að bíða spenntir til morguns.

Þá mun Viðskiptablaðið einnig veita viðskiptaverðlaun og frumkvöðlaverðlaun blaðsins á morgun. Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir að valið hafi ekki verið erfitt. Hann segir að blaðið hafi ekki valið skúrk ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×