Hækkun stýrivaxta breytir litlu um útflæði fjármagns 26. nóvember 2008 11:56 Ljóst er að sú hækkun stýrivaxta sem framkvæmd var 28. október síðastliðinn upp í 18% breytir ein og sér litlu um líklegt fjármagnsútflæði þegar höftum á gjaldeyrismarkaði verður létt. Meðalið þarf að vera sambland af stýrivöxtum, lausafjárstýringu, inngripum á gjaldeyrismarkaði og höftum á fjármagnsflutninga. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Glitnis um skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í morgun. „Ef þetta meðal virkar ekki til að létta af þrýstingnum á krónuna verður að heimila krónunni að aðlagast markaðsöflunum. Höftum á gjaldeyrisviðskipti vegna vöru- og þjónustuviðskipta verður létt fljótlega en höftum vegna fjármagnsflutninga þarf að halda í eitthvað lengri tíma," segir í Morgunkorninu Eitt af markmiðum stefnu ríkisstjórnarinnar sem liggur til grundvallar lánveitingu AGS er að hindra frekara fall krónunnar með því að halda krónunni á floti og nota stýrivexti og til skemmri tíma höft á gjaldeyrismarkaði til að skapa stöðugleika í gengismálum. Þessi mikli fókus á krónuna endurspeglar hættuna á mjög neikvæðum áhrifum frekari falls krónunnar á stöðu fyrirtækja og heimila m.a. vegna mikilla verðtryggðra og gengisbundinna skulda þeirra. Um þetta markmið stjórnvalda er rætt í skýrslu AGS. Þar segir að fjarað hafi undan fyrirkomulagi peninga- og gjaldeyrismála með falli bankakerfisins. Trúverðugleikinn minnkaði hratt og fall krónunnar varð að hruni. Gjaldeyrismarkaðurinn þornaði og fjárfestar flúðu í örugg bréf - aðallega ríkistryggð. Verðbólgumarkmið Seðlabankans var ekki trúverðugt ankeri fyrir peningastefnuna sem kynti enn frekar undir fjármagnsflótta úr krónunni. Það var ljóst á þessum tíma í atburðarrásinni að hættan var á frekari fjármagnsflótta og falli krónunnar. Erlendir aðilar voru með stórar stöður í krónunni og talsverðar líkur voru á að innlendir fjárfestar og innlánseigendur myndu missa trúna á gjaldmiðlinum þrátt fyrir ríkistryggingu innlána. Krónan stefndi því í frekara fall með þeim neikvæðu afleiðingum sem að framan eru nefndar. Á grundvelli þessa var það sameiginleg niðurstaða stjórnvalda og AGS að stöðugleiki krónunnar yrði að vera forgangsatriði stefnunnar. Sjóðurinn telur að krónan muni styrkjast á næsta ári eftir kreppudrifið yfirskot. Samhliða ætti verðbólgan að hjaðna hratt. Varað er við að draga of hratt úr aðhaldinu í peningamálunum. Í ljósi þess hve stórt áfallið hefur verið gæti það tekið nokkurn tíma að byggja upp trúverðugleika á ný. Nýlegar aðgerðir Seðlabankans hafi valdið ruglingi um hver sé stefnan í peningamálunum og að nú verði bankinn að leggja áherslu á að markmiðið sé að ná stöðugleika í krónuna og að náist það muni skapast skilyrði fyrir lækkun vaxta. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Ljóst er að sú hækkun stýrivaxta sem framkvæmd var 28. október síðastliðinn upp í 18% breytir ein og sér litlu um líklegt fjármagnsútflæði þegar höftum á gjaldeyrismarkaði verður létt. Meðalið þarf að vera sambland af stýrivöxtum, lausafjárstýringu, inngripum á gjaldeyrismarkaði og höftum á fjármagnsflutninga. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Glitnis um skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í morgun. „Ef þetta meðal virkar ekki til að létta af þrýstingnum á krónuna verður að heimila krónunni að aðlagast markaðsöflunum. Höftum á gjaldeyrisviðskipti vegna vöru- og þjónustuviðskipta verður létt fljótlega en höftum vegna fjármagnsflutninga þarf að halda í eitthvað lengri tíma," segir í Morgunkorninu Eitt af markmiðum stefnu ríkisstjórnarinnar sem liggur til grundvallar lánveitingu AGS er að hindra frekara fall krónunnar með því að halda krónunni á floti og nota stýrivexti og til skemmri tíma höft á gjaldeyrismarkaði til að skapa stöðugleika í gengismálum. Þessi mikli fókus á krónuna endurspeglar hættuna á mjög neikvæðum áhrifum frekari falls krónunnar á stöðu fyrirtækja og heimila m.a. vegna mikilla verðtryggðra og gengisbundinna skulda þeirra. Um þetta markmið stjórnvalda er rætt í skýrslu AGS. Þar segir að fjarað hafi undan fyrirkomulagi peninga- og gjaldeyrismála með falli bankakerfisins. Trúverðugleikinn minnkaði hratt og fall krónunnar varð að hruni. Gjaldeyrismarkaðurinn þornaði og fjárfestar flúðu í örugg bréf - aðallega ríkistryggð. Verðbólgumarkmið Seðlabankans var ekki trúverðugt ankeri fyrir peningastefnuna sem kynti enn frekar undir fjármagnsflótta úr krónunni. Það var ljóst á þessum tíma í atburðarrásinni að hættan var á frekari fjármagnsflótta og falli krónunnar. Erlendir aðilar voru með stórar stöður í krónunni og talsverðar líkur voru á að innlendir fjárfestar og innlánseigendur myndu missa trúna á gjaldmiðlinum þrátt fyrir ríkistryggingu innlána. Krónan stefndi því í frekara fall með þeim neikvæðu afleiðingum sem að framan eru nefndar. Á grundvelli þessa var það sameiginleg niðurstaða stjórnvalda og AGS að stöðugleiki krónunnar yrði að vera forgangsatriði stefnunnar. Sjóðurinn telur að krónan muni styrkjast á næsta ári eftir kreppudrifið yfirskot. Samhliða ætti verðbólgan að hjaðna hratt. Varað er við að draga of hratt úr aðhaldinu í peningamálunum. Í ljósi þess hve stórt áfallið hefur verið gæti það tekið nokkurn tíma að byggja upp trúverðugleika á ný. Nýlegar aðgerðir Seðlabankans hafi valdið ruglingi um hver sé stefnan í peningamálunum og að nú verði bankinn að leggja áherslu á að markmiðið sé að ná stöðugleika í krónuna og að náist það muni skapast skilyrði fyrir lækkun vaxta.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira