Viðskipti erlent

Egó Mortens Lund drap Nyhedsavisen

Morten Lund segir að hann harmi dauða Nyhedsavisen og jafnframt að það hafi verið egó hans ásamt reynsluleysi sem olli því að blaðið lagði upp laupana.

Morten Lund bloggar um málið á heimasíðu sinni. Þar segir hann: "Ég var of mjúkur, bjartsýnn og rómantískur. Ég var ekki nógu svartsýnn til að trúa því að fjárhagurinn gæti hrunið."

Hvað egó sitt varðar segir Morten m.a. í blogginu að tilkoma hans að Nyhedsavisen hafi verið til að sanna eitthvað fyrir sjálfum sér.

Hann greinir frá því að hann hafi sett rúmlega 1,7 milljarð kr. af eigin fé inn í reksturinn. "Ég sá alla mína peninga hverfa og skyndilega blasti persónulegt gjaldþrot við," segir hann og því hafi hann ákveðið að stoppa peningaflóðið úr eigin vösum.

Á heimasíðunni tekur Mortern á sig fulla ábyrgð á örlögum Nyhedsavisen og biður alla sem að blaðinu komu afsökunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×