Viðskipti innlent

Pálmi kaupir 10 milljarða hlut Gnúps í FL Group

Pálmi Haraldsson er orðinn næststærsti hluthafinn í FL Group eftir viðskipti dagsins.
Pálmi Haraldsson er orðinn næststærsti hluthafinn í FL Group eftir viðskipti dagsins.

Fons, félag í Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur keypt rétt rúmlega 6% hlut af Fjárfestingafélaginu Gnúpi í FL Group fyrir um 10 milljarða eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru fram á genginu 12,1 sem er töluvert yfir lokagengi FL Group  í dag. Það var 11,32 og hafði lækkað um 7,97% frá opnun markaða.

Fons mun eiga rétt rúmlega 12% í FL Group eftir viðskiptin og verður næststærsti hluthafinn en Gnúpur 3,99%.

Gnúpur tilkynnti fyrr í dag að félagið hefði náð samningum við helstu lánadrottna um áframhaldandi starfsemi. Talið er að í því felist að allur hlutur Gnúps í FL Group sem og Kaupþingi verði seldur á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×