Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtæki í frjálsu falli í Kauphöllinni

MYND/GVA
Helstu fjármálafyrirtæki landsins hafa verið í frjálsu falli í Kauphöll Íslands í dag og hefur Úrvalsvísitalan fallið um nærri 5,5 prósent í dag. Stendur hún nú í 5.343 stigum og hefur samtals lækkað um rúm 15 prósent fyrstu fimm viðskiptadaga þessa árs.

Gengi bréfa Exista hefur lækkað mest í dag, eða um 7,61 prósent en skammt þar á eftir kemur FL Group sem hefur lækkað um 7,48 prósent eftir því sem fram kemur á vef Kaupþings. Þessi tvö félög hafa jafnframt lækkað mest frá áramótum, Exista um rúm 28 prósent og FL Group um 23 prósent.

Gengi SPRON hefur lækkað um 6,16 prósent í dag, bréf í Kaupþingi um 5,58 prósent og Glitnisbréf um 5,12. Þá hafa hlutabréf í Straumi lækkað um 5,04 prósent og í Landsbankanum um 4,95 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna í dag en ekkert félag hefur hækkað í viðskiptum dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×