Sóttu 37 milljarða til Asíu og Evrópu Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. janúar 2008 05:30 í Deutsche Börse Í Evrópu og víðar um heim er þess beðið að markaðir taki flugið á ný eftir óróatíð og lausafjárkreppu sem ekki sér fyrir endann á. Kaupþing sótti fyrir skömmu 300 milljónir evra til fjögurra banka í evrópsku sambankaláni. Nordicphotos/Getty Images „Ef að því er gætt að hafa margar fjármögnunarleiðir og valkosti opna er hægt að sækja fé á viðráðanlegum kjörum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings banka. Í desember sótti bankinn sem svarar um 37 milljörðum króna í tveimur sambankalánum, öðru í Asíu og hinu í Evrópu. Að láninu í Asíu komu 12 bankar, en það var til þriggja ára upp á 160 milljónir Bandaríkjadala. Guðni segir kjörin í láninu ágæt, punktar yfir Libor millibankavöxtum. Að hinu láninu segir hann að hafi komið fjórir evrópskir bankar, en það var heldur stærra. „Þeir lánuðu okkur 300 milljónir evra til eins árs á 60 punktum yfir Libor-vöxtum, sem er líka stórgott,“ segir Guðni. Vaxtakjör bankanna í skuldabréfaútgáfu versnuðu hins vegar heldur í gær samkvæmt tölum um skuldatryggingarálag á skuldabréf þeirra til fimm ára (CDS), en þetta álag getur sveiflast nokkuð dag frá degi. Við núverandi markaðsaðstæður hefur þetta álag hins vegar aukist á velflesta banka heims, en þykir hátt á útgáfu íslensku bankanna og gjarnan talað um íslenska álagið í því samhengi. Í gærmorgun hafði álag á bréf Kaupþings aukist um 8 punkta milli daga, var 318 punktar, um 16 punkta á bréf Glitnis, var 238 punktar og um 9 punkta á bréf Landsbankans, en CDS-álag á þau var í gær 172 punktar. Meiri breyting á álagi á bréf Glitnis en hinna bankanna er rakin til fregna af mögulegri skuldabréfaútgáfu sem í undirbúningi er í Bandaríkjunum hjá bankanum. Skuldatryggingarálagið hefur hins vegar hækkað jafnt og þétt á bréf bankanna frá áramótum, eða um nærri fimmtung. Mest er hækkunin álagsins rúm 26 prósent á bréf Landsbankans, rúm 11 prósent á bréf Kaupþings og rúm 19 prósent á bréf Glitnis Hjá íslensku bönkunum eru á þessu ári um 6,5 milljarðar evra á gjalddaga, að því er fram kom í samantekt á viðskiptasíðu Fréttablaðsins 5. janúar. Upphæðin nemur nálægt 600 milljörðum króna. Skiptingin á milli stærstu bankanna er þannig að að hjá Kaupþingi eru 1,7 milljarðar evra langtímalána á gjalddaga á árinu, 764 milljónir evra hjá Landsbankanum og 2,2 milljarðar evra hjá Glitni, auk 1,1 milljarðs hjá dótturfélögum í Noregi. Hjá Straumi-Burðarási nema langtímaskuldir sem gjaldfalla á árinu 717 milljónum evra. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ef að því er gætt að hafa margar fjármögnunarleiðir og valkosti opna er hægt að sækja fé á viðráðanlegum kjörum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings banka. Í desember sótti bankinn sem svarar um 37 milljörðum króna í tveimur sambankalánum, öðru í Asíu og hinu í Evrópu. Að láninu í Asíu komu 12 bankar, en það var til þriggja ára upp á 160 milljónir Bandaríkjadala. Guðni segir kjörin í láninu ágæt, punktar yfir Libor millibankavöxtum. Að hinu láninu segir hann að hafi komið fjórir evrópskir bankar, en það var heldur stærra. „Þeir lánuðu okkur 300 milljónir evra til eins árs á 60 punktum yfir Libor-vöxtum, sem er líka stórgott,“ segir Guðni. Vaxtakjör bankanna í skuldabréfaútgáfu versnuðu hins vegar heldur í gær samkvæmt tölum um skuldatryggingarálag á skuldabréf þeirra til fimm ára (CDS), en þetta álag getur sveiflast nokkuð dag frá degi. Við núverandi markaðsaðstæður hefur þetta álag hins vegar aukist á velflesta banka heims, en þykir hátt á útgáfu íslensku bankanna og gjarnan talað um íslenska álagið í því samhengi. Í gærmorgun hafði álag á bréf Kaupþings aukist um 8 punkta milli daga, var 318 punktar, um 16 punkta á bréf Glitnis, var 238 punktar og um 9 punkta á bréf Landsbankans, en CDS-álag á þau var í gær 172 punktar. Meiri breyting á álagi á bréf Glitnis en hinna bankanna er rakin til fregna af mögulegri skuldabréfaútgáfu sem í undirbúningi er í Bandaríkjunum hjá bankanum. Skuldatryggingarálagið hefur hins vegar hækkað jafnt og þétt á bréf bankanna frá áramótum, eða um nærri fimmtung. Mest er hækkunin álagsins rúm 26 prósent á bréf Landsbankans, rúm 11 prósent á bréf Kaupþings og rúm 19 prósent á bréf Glitnis Hjá íslensku bönkunum eru á þessu ári um 6,5 milljarðar evra á gjalddaga, að því er fram kom í samantekt á viðskiptasíðu Fréttablaðsins 5. janúar. Upphæðin nemur nálægt 600 milljörðum króna. Skiptingin á milli stærstu bankanna er þannig að að hjá Kaupþingi eru 1,7 milljarðar evra langtímalána á gjalddaga á árinu, 764 milljónir evra hjá Landsbankanum og 2,2 milljarðar evra hjá Glitni, auk 1,1 milljarðs hjá dótturfélögum í Noregi. Hjá Straumi-Burðarási nema langtímaskuldir sem gjaldfalla á árinu 717 milljónum evra.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira