Viðskipti innlent

FLE semur við TM Software um tölvuþjónustu

Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE  og Sigurður Þórarinsson, framkvæmdastjóri TM Software
Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE og Sigurður Þórarinsson, framkvæmdastjóri TM Software

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og TM Software um rekstur á tölvubúnaði og þráðlausu neti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

TM Software mun annast rekstur á tölvubúnaði á brottfararsvæði flugstöðvarinnar þar sem farþegum gefst kostur á því að kaupa sér aðgang að Interneti. Auk þess mun TM Software sjá um rekstur á þráðlausu neti í flugstöðinni og gefst farþegum þar með kostur á að tengjast Internetinu á eigin fartölvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×