Viðskipti innlent

Eimskip fái að gefa út hlutafé í erlendum gjaldmiðli

Aðalfundur HF. Eimskipafélags Íslands 2008 verður haldinn þriðjudaginn 18. mars á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, og hefst kl. 17.00. Þar verður meðal annars gerð tillaga að lagabreytingu sem gera mun stjórn félagsins kleift að gefa hlutafé félagsins út í erlendum gjaldmiðli, telji stjórnin það fýsilegt. Þá verður einnig kjörin ný stjórn auk þess sem þóknun fyrir stjórnarsetu verður ákveðin.

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári

  2. Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar

  3. Ákvörðun um meðferð taps félagsins á reikningsárinu 2007

  4. Þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár ákveðin

  5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins

  1. Breyting á 19. gr.

Nýr 1. ml. "Stjórn félagsins skipa fimm menn sem kosnir skulu árlega á aðalfundi en auk þess skulu tveir varamenn vera kjörnir árlega á aðalfundi."

  1. Breyting á 21. gr.

Í stað "tveggja stjórnarmanna" komi "meirihluti stjórnarmanna"

  1. c. Breyting á 4. gr. Nýr málsliður í 1. mgr.

"Stjórn félagsins hefur heimild til að ákveða að hlutafé félagsins verði gefið út í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskra króna, telji stjórnin slíkt fýsilegt, sbr. heimild í 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal við umreiknun hlutafjárins fara að ákvæðum laga um ársreikninga nr. 3/2006, sbr. 5. mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal stjórn jafnframt heimilt að gera nauðsyn­legar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfunni, þ.á m. breyta fjárhæðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 3. gr. samþykkta félagsins og varða breytinguna."

6. Stjórnarkjör

7. Kjör endurskoðenda

8. Tillögur um kaup á eigin hlutum

9. Önnur mál löglega fram borin

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 13. mars kl. 17.00. Framboðum skal skila skriflega til stjórnar HF. Eimskipafélags Íslands á skrifstofu forstjóra, Sundakletti, Korngörðum 2-4, 104 Reykjavík.

Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.

Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðalfundardaginn frá kl. 16.00 á fundarstað.

Stjórn HF. Eimskipafélags Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×