Verðtrygging Gunnar Tómasson skrifar 3. nóvember 2008 05:00 Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa! Á þessum árum vann ég sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þegar ég frétti af afnámi vísitölutryggingar launa og áframhaldandi verðtryggingu skrifaði ég bréf til áhrifamanns í íslenzku samfélagi, þar sem ég gagnrýndi harðlega aðgerðir stjórnvalda og sagði þær vera herfilegustu hagstjórnarmistök frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur. Ástæðan var sú að verðtrygging er skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja né getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán bankanna jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989. Þótt árin eftir 1983 hafi verið skuldsettum heimilum erfið, gætu þau orðið barnaleikur í samanburði við þær þrengingar sem nú blasa við. Vandinn nú er þeim mun erfiðari úrlausnar að á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda sem um langt árabil hafa látið gott heita að útlán héldu áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu. Samtímis hefur orðið breyting á tekjuskiptingu þannig að greiðslubyrði banka- og lífeyrissjóðslána hefur hækkað sem hlutfall af rauntekjum þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Það er skammgóður vermir fyrir lántakendur að verðbætur leggjast á höfuðstól en koma ekki til innheimtu strax. Það verðbólguskot sem nú er væntanlega á byrjunarstigi, ört vaxandi atvinnuleysi og minnkandi rauntekjur ásamt fallandi eignaverði mun sýna að verðtrygging er argvítugur staðgengill fyrir trausta og skilvirka stjórn íslenzkra peningamála. Hér er verk að vinna fyrir stjórnvöld og lífeyrissjóði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar