Viðskipti erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna hjálpar Norðurlöndunum

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Ástralíu sem veitir bönkunum aðgang að 30 milljörðum dollara ef nauðsyn krefur.

Af þessar upphæð fá Norðurlöndin aðgang að 20 miljarða dollara eða hátt 2.000 milljarða kr. Í tilkynningu frá bandaríska seðlabankanum segir að aðgerðin sé liður í aukinni samvinnu seðlabanka víða um heim til að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem nú ríkja, og að seðlabankinn sé tilbúin að taka frekari skref í þessa átt ef þörf er á.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að ólíklegt þyki að seðlabankar nágrannalanda okkar og Ástrala muni nokkurn tíman draga á samningana en þeim er fyrst og fremst ætlað að auka traust fjárfesta og markaðsaðila.

Seðlabanki Íslands, er eini seðlabanki Norðurlandanna sem ekki með í þessum samningum, en Finnland er eins og kunnugt er með evruna og undir verndarvæng Seðlabanka Evrópu.

„Seðlabanki Íslands hefur þó hingað til verið í góðu sambandi við seðlabanka nágrannaríkjanna á Norðurlöndum og tryggði sér fyrr í vor aðgang að 500 milljón evra lánalínu í gegnum tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Samningarnir gilda út þetta ár með möguleika á framlengingu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×