Erlent

Rannsaka hvarf barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndum

Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs hyggst hefja rannsókn á hvarfi barna úr flóttamannabúðum á Norðurlöndunum. Á hverju ári hverfur fjöldi barna úr þessum búðum og óttast er að þau verði mansali að bráð.

Á vefsíðunni norden.org er fjallað um málið og rætt við danska þingmanninn Jörgen Poulsen sem er fulltrúi í nefndinni. "Við viljum að hvert barn verði skráð. Við viljum að tekið verði á hvarfi þessara barna á sama hátt og ef danskt eða norskt barn hverfur," segir Poulsen m.a.

Poulsen bendir á að hvarf barnanna þurfi ekki alltaf að vera sorgleg tíðindi. Stundum fari börnin til ættingja sinna í öðru landi. Hinsvegar sé möguleikinn til staðar að um mansal sé að ræða. "Við höfum enga vissu um hvert þau hverfa," segir hann.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×