Viðskipti erlent

Nær 10.000 starfsmenn fjármálafyrirtækja í London reknir

Allt að 10.000 starfsmenn fjármálafyrirtækja í stærstu fjármálastöð Evrópu, City of London, eiga von á uppsagnarbréfi á næstu þremur árum. Þetta er ein af afleiðingum lánsfjárkreppunnar í heiminum.

Það var greiningarfyrirtækið Experian sem gerði úttekt á þessu máli en nú starfa um 350.000 manns við fjármálafyrirtæki í London.

Á heimsvísu hafa fjármálafyrirtæki þegar rekið 65.000 manns samhliða miklum afskriftum og taprekstri.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×