Viðskipti erlent

85 þúsund sögð strandaglópar vegna gjaldþrots XL

Bresk blöð og sjónvarpsstöðvar eru upp full af fréttum af gjaldþroti XL Leisure Group í morgun enda um að ræða þriðja stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Breltands. Á Sky-sjónvarpsstöðinni kom fram að um það bil 85 þúsund manns séu strandaglópar út um allan heim og fjöldi fólks kemst nú ekki í fyrirhugaðar ferðir.

Áhrif gjaldþrots XL Leisure á hag knattspyrnufélagsins West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, kunna líka að verða afdrifarík því fyrirtækið hefur verið helsti bakhjarl knattspyrnufélagsins fram að þessu. Þá hafa kanadískir bankar formlega hafið söluferli á kanadíska fyrirtækinu Versacold Atlas sem er dótturfélag Eimskips og rekur 120 kæli- og frystigeyumslur um allan heim. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×