Segir Hótel D´Angleterre komið í eigu íslenska ríkisins 3. nóvember 2008 08:39 Danska blaðið Berlingske Tidenede segir í dag að þekktasta hótel Norðurlanda, D´Angleterre í Kaupmannahöfn sé komið í eigu íslenska ríkisins í gegnum Nýja Landsbankann. Auk hótelsins er Landsbankinn orðinn eigandi að fleiri þekktum stöðum í Kaupmannahöfn eins og Copenhagen Corner, Kong Frederik og Front. Landsbankinn gamli fjármagnaði kaup Nordic Partners á þessum eigum árið 2007. Hefur bankinn stór veð í eignunum sökum þessa en ljóst var á þessum tíma að þessar eignir voru keyptar á yfirverði. Gísli Reynisson stjórnarformaður Nordic Partners segir í samtali við Berlingske að hluti af fjármögnun þeirra hafi komið frá Landsbankanum sem nú sé orðinn að ríkisbanka. Hann veit þó ekki til að samningum Nordic við Landsbankann hafi verið breytt. „Hins vegar finnum við fyrir áhyggjum hjá fólki með að íslenskur banki standi að fjármögnuninni," segir Gísli. Í Berlingske segir að hinir íslensku fjárfestar í Nordic Partners hafi verið óheppnir með dönsk kaup sín. Bæði hótelin, D´Angleterre og Kong Frederik, séu rekin með tapi og sama eigi við um fasteign þeirra í Amaliegade sem kallast Lille Amalienborg og stendur við hliðina á dönsku konungshöllinni. Í ljós hefur komið að Nordic Partners yfirtók áhvílandi skuldir í þeim félögum sem áttu þessar eignir fyrir þannig að kaupverðið er í raun mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna eða 14 milljarðar króna sem áður var talið. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska blaðið Berlingske Tidenede segir í dag að þekktasta hótel Norðurlanda, D´Angleterre í Kaupmannahöfn sé komið í eigu íslenska ríkisins í gegnum Nýja Landsbankann. Auk hótelsins er Landsbankinn orðinn eigandi að fleiri þekktum stöðum í Kaupmannahöfn eins og Copenhagen Corner, Kong Frederik og Front. Landsbankinn gamli fjármagnaði kaup Nordic Partners á þessum eigum árið 2007. Hefur bankinn stór veð í eignunum sökum þessa en ljóst var á þessum tíma að þessar eignir voru keyptar á yfirverði. Gísli Reynisson stjórnarformaður Nordic Partners segir í samtali við Berlingske að hluti af fjármögnun þeirra hafi komið frá Landsbankanum sem nú sé orðinn að ríkisbanka. Hann veit þó ekki til að samningum Nordic við Landsbankann hafi verið breytt. „Hins vegar finnum við fyrir áhyggjum hjá fólki með að íslenskur banki standi að fjármögnuninni," segir Gísli. Í Berlingske segir að hinir íslensku fjárfestar í Nordic Partners hafi verið óheppnir með dönsk kaup sín. Bæði hótelin, D´Angleterre og Kong Frederik, séu rekin með tapi og sama eigi við um fasteign þeirra í Amaliegade sem kallast Lille Amalienborg og stendur við hliðina á dönsku konungshöllinni. Í ljós hefur komið að Nordic Partners yfirtók áhvílandi skuldir í þeim félögum sem áttu þessar eignir fyrir þannig að kaupverðið er í raun mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna eða 14 milljarðar króna sem áður var talið.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira