Viðskipti erlent

Minnkandi neysla samhliða aukinni verðbólgu vestanhafs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Heldur dró úr neyslu bandarísks almennings í júlí þegar áhrif skattendurgreiðslna tóku að fjara út og verðbólga jókst. Bandaríska viðskiptaráðuneytið segir um mestu verðhækkanir síðastliðin 17 ár að ræða en vísitala neysluverðs hækkaði úr 61,2 stigum í júlí í 63 stig í ágúst.

Þá hefur atvinnuleysi aukist jöfnum skrefum samhliða lækkandi fasteignaverði og tekjur drógust saman um 0,7 prósent í liðnum mánuði en það er fyrsta lækkunin síðan í ágúst 2005.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×