Viðskipti erlent

Wolworths hafnaði tilboðinu frá Walker

Woolworths Group hafnaði tilboði frá Malcolm Walker stofnanda Iceland Group í allar smásöluverslanir fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Wooworths segir að tilboðinu hefði verið hafnað vegna þess að eignir félagsins hefðu verið vanmetnar. Þá hafi tilboðið falið í sér flókna endurskipulagningu á félaginu sem hefði verið erfitt að framkvæma, eftir því sem fram kemur á vefnum Sharewatch.com.

Ýmsir fjárfestar, þar á meðal Baugur Group, stóðu að tilboðinu. Talið var að fjárfestar væru reiðubúnir til að greiða tugi milljóna punda fyrir verslunarhlutann. Hins vegar yrðu sett ýmis skilyrði fyrir viðskiptunum, einkum þau að seljendur taki á sig skuldir og lífeyrisskuldbindingar félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×