...aldrei á meðan við ráðum einhverju Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2008 00:01 Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar