Við erum í úrslitakeppni og þar er spilað fast 13. apríl 2008 12:12 Jón Norðdal Hafsteinsson Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“ Dominos-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“
Dominos-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira