Við erum í úrslitakeppni og þar er spilað fast 13. apríl 2008 12:12 Jón Norðdal Hafsteinsson Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“ Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira