Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar 16. október 2008 10:58 Svali er ekki einn um að spá KR-ingum góðu gengi í vetur Mynd/Daníel Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira