Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum 13. apríl 2008 12:04 Einar Jónsson horfði á sínar stelpur hleypa Gróttu inn í leikinn í seinni hálfleik. Fréttablaið/Vilhelm Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi Olís-deild kvenna Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi
Olís-deild kvenna Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira