Viðskipti innlent

Rammi hf. færir bókhald sitt og hlutafé í evrum

Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hf. á Siglufirði mun færa bókhald sitt og skrá hlutafé sitt í evrum frá og með áramótum. Er Rammi fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið sem gerir slíkt.

Rammi, sem áður hét Þormóður rammi - Sæberg, er með yfir 90% af tekjum sínum í erlendri mynt en það stundar útgerð og fiskvinnslu. Unnar Már Pétursson talsmaður félagsins segir að þar að auki séu verulegar skuldbindingar í erlendum myntum aðalega evrum.

Unnar segir að töluverður aðdragandi sé að ákvörðuninni um evruskráninguna. Sótt hafi verið til Ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra árið 2007 og var heimild til að færa bókhaldið í evrum var veitt í október s.l. Á síðasta aðalfundi var svo samþykkt að skrá hlutafé Ramma í evrum. Gengur breytingin í gegn formlega þann 2. júní n.k.

Hlutafé Ramma hf. er 425 milljónir kr. að nafnverði en í evrum talið verður það 4.660.088 slíkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×