Viðskipti innlent

Auðkennalaus viðskipti í Kauphöllinni

Verðbréfamiðlarar að störfum.
Verðbréfamiðlarar að störfum. Mynd/Valli

Kauphöll Íslands hætti að birta auðkenni með hlutabréfaviðskipti frá og með deginum í dag. Þetta eru umtalsverðar breytingar en hafa verið viðhafðar í nokkur ár hjá stærstu kauphöllunum erlendis.

Í Kauphallartíðindum í dag kemur fram að aukennaleysið hafi jákvæð áhrif á seljanleika hlutabréfa. Það sé mikilvægur liður í því að auka magn kerfisviðskipta og dragi úr viðskiptakostnaði vegna markaðsáhrifa.

Auðkennaleysi er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi og í viðskiptum með vimm veltumestu hlutabréfin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Auðkenni eru hins vegar enn sýnileg í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

segir að í kjölfar innleiðingarinnar muni auðkenni kauphallaraðila ekki verða sýnileg í rauntíma í markaðsgögnum og í viðskiptakerfinu. Hægt verður að nálgast upplýsingarnar í dagslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×