Viðskipti erlent

Ráðgjafareikingur Baugs eftir Moss Bros er 74 milljónir kr.

Baugur Group stendur uppi með ráðgjafareikning upp á hálfa milljón punda eða tæplega 74 milljónir kr. eftir tilraunina til að kaupa Moss Bros.

Breska blaðið Telegraph greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Meðal þeirra ráðgjafa sem komu við sögu nefnir blaðið McKinsey og The Gap Partnership, endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers og lögfræðistofuna DLA Piper.

Telegraph segir að með því að nota þungaviktarfólk á borð við framangreint í sölutilraun sem var aðeins upp á 40 milljónir punda hafi ætlun Baugs verið að "skola út" mögulegum keppninautum um Moss Bros.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×