Viðskipti innlent

Hlutabréf lækkuðu um tæp 9% í maí og veltan var lítil

Hlutabréf lækkuðu í verði um 8,9% í maí mánuði en úrvalsvísitalan fór á tímabilinu úr 5.211 stigum í 4.747 stig.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þarsegir að það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan lækkað um 25%. Lækkunin í maí kemur í kjölfar þess að hlutabréf hækkuðu í verði í mars og apríl eftir fjögurra mánaða samfellda lækkun.

Lítil velta var á hlutabréfamarkaðinum í maí. Velta með hlutabréf nam 126 milljörðum króna og hefur ekki verið minni síðan í nóvember 2006.

Sá viðsnúningur sem orðið hefur á hlutabréfamörkuðum víða um heim virðist ekki hafa skilað sér til Íslands en þegar litið er til annarra markaða hækkuðu flestar vísitölur í maí.

"Líklegast er ástæða þess að Ísland kemur nú verr undan vetri en aðrir markaðir sú að úrvalsvísitalan er fjármálavísitala og borin uppi af fjármálafyrirtækjum að mestu leyti," segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×