Erlent

Líkir spilakössum við hraðbanka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Norðmenn taka nú með haustinu í notkun nýja fjárhættuspilakassa sem menningarmálaráðherrann Trond Giske hefur líkt við hraðbanka.

Uppskar hann töluverðar óánægjuraddir þegar hann sló fram þeirri fullyrðingu á heimasíðu sinni að það að vera á móti nýju spilakössunum væri svipað og að vera á móti hraðbönkum. Það eru andstæðingar fjárhættuspila og spilafíknar sem hafa mótmælt nýju kössunum en hæsti vinningur í þeim getur numið hundruðum milljóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×