Viðskipti innlent

Viðskiptaráðherra vonar að ekki komi til uppsagna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

„Ef sameining Kaupþings og SPRON gengur eftir vona ég að ekki komi til uppsagna á starfsfólki," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Kaupþing og SPRON upplýstu um það á miðvikudag að forsvarsmenn félaganna hefðu ákveðið að kanna grundvöll fyrir sameiningu.

Viðskiptaráðherra segir að það hafi blasað við að það væri hagræðingarþörf í bankakerfinu og hann hafi skilning á því. „Ég vona bara að þetta verði undir jákvæðum formerkjum," segir Björgvin.

Björgvin fagnar því að forsvarsmenn Kaupþings og SPRON hafi lýst yfir vilja til þess að báðir bankarnir myndu áfram starfa undir eigin merkjum.

Björgvin segir að öðru leyti sé það hlutverk Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins að fjalla um sameininguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×